Ragnar fer á EM

Hvergerðingurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn, er í lokahóp íslenska landsliðsins í körfubolta sem tekur þátt í EuroBasket í Þýskalandi í september.

Hópurinn var tilkynntur í dag og kom það fáum á óvart að Ragnar væri í hópnum, en hann er annar miðherja liðsins.

Ragnar er reyndar ekki eini Sunnlendingurinn í hópnum því Baldur Þór Ragnarsson frá Þorlákshöfn er annar styrktarþjálfara liðsins.

Hópurinn heldur nú til Póllands og tekur þátt í þriggja liða æfingamóti en þaðan fer liðið til Berlínar og verður við æfingar þar fram að EM.

Leikjaplan Íslands á EuroBasket 2015 (íslenskur tími)
5. september 13:00 · Þýskaland-Ísland
6. september 16:00 · Ísland-Ítalía
8. september 13:30 · Ísland-Serbía
9. september 19:00 · Ísland-Spánn
10. september 19:00 · Ísland-Tyrkland

Fyrri greinÍG sér um sorpið næstu fjögur árin
Næsta greinBetri veiði en undanfarin tvö ár