Ragnar fékk brons um hálsinn

Hvergerðingurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson og félagar hans í íslenska landsliðinu í körfubolta unnu bronsverðlaun í körfuboltakeppni Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg sem lauk í gær.

Ragnar var í byrjunarliði Íslands í öllum leikjunum á mótinu en Ísland sigraði San Marino 94-53 og Andorra 72-67, en tapaði fyrir Lúxemborg 88-61 og Kýpur 81-52.

Ragnar skoraði 6 stig, tók 9 fráköst og varði 2 skot að meðaltali í leikjunum fjórum.

Fyrri greinSýningalok og „krass-kúrs“ í strætislist
Næsta greinFannst látinn á Selfossi