Ragnar farinn í FH

Handknattleiks-maðurinn Ragnar Jóhannsson frá Selfossi skrifaði rétt áðan undir eins árs samning við Íslandsmeistara FH í handknattleik karla.

Um leið hefur Ragnar verið leystur undan samningi við uppeldisfélag sitt en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Selfossliðið.

Ragnar var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla á nýliðinni leiktíð og skoraði einnig flest mörk allra leikmanna í 1. deild leiktíðina 2009-2010.

mbl.is greindi frá þessu