Ragnar Ágúst valinn íþróttamaður HSK

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuknattleiksmaður úr Þór Þorlákshöfn, var valinn íþróttamaður Héraðssambandsins Skarphéðins 2015. Héraðsþing HSK, hið 94., er haldið á Selfossi í dag.

Ragnar lék sem atvinnumaður í Svíþjóð með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð. Hann tók þátt í undankeppni EM með íslenska landsliðinu sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á lokamóti EM. Hann lék einnig með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum 2015. Ragnar lék síðan með landsliðinu á lokamóti EM, EuroBasket 2015, sem fram fór í september. Ragnar Ágúst var einn af 12 leikmönnum íslenska liðsins sem skráði sig á spjöld íslenskrar körfuboltasögu og lék með liðinu í Berlín á móti mörgum að bestu körfuknattleiksþjóðum álfunnar.

Ragnar er einn af framtíðarleikmönnum landsliðsins og hefur auk þess leikið mjög vel með Þór Þorlákshöfn, félagsliði sínu, í Domino’s deild karla á þessu keppnistímabili.

Líkt og undanfarin ár kaus fimm manna valnefnd íþróttamann HSK 2015 úr röðum þeirra sem tilnefndir voru af nefndum og ráðum sambandsins. Auk þeirra tilnefnir stjórn sambandsins íþróttamenn í sex greinum, þar sem ekki er starfandi nefnd eða ráð.

Tilnefndir í valinu um íþróttamann HSK 2015 voru þessir:

Akstursíþróttamaður HSK: Ívar Guðmundsson, Torfæruklúbbi Suðurlands

Badmintonmaður HSK: Axel Örn Sæmundsson, Umf. Þór.

Blakmaður HSK: Ragnheiður Eiríksdóttir, Íþróttafélaginu Hamri

Briddsmaður HSK: Kristján Már Gunnarsson, Umf. Selfoss.

Fimleikamaður HSK: Rikharð Atli Oddsson, Umf. Selfoss.

Frjálsíþróttamaður HSK: Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Samhygð.

Golfmaður HSK: Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu.

Glímumaður HSK: Marín Laufey Davíðsdóttir, Umf. Samhygð.

Handkattleiksmaður HSK: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss.

Hestaíþróttamaður HSK: Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi.

Íþróttamaður fatlaðra: Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Íþróttafélaginu Suðra.

Júdómaður HSK: Grímur Ívarsson, Umf. Selfoss.

Knattspyrnumaður HSK: Guðmunda Brynja Óladóttir, Umf. Selfoss.

Körfuknattleiksmaður HSK: Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn.

Lyftingamaður HSK: Björgvin Karl Guðmundsson, Lyftingafélaginu Hengli.

Mótokrossmaður HSK: Gyða Dögg Heiðarsdóttir, Umf. Selfoss.

Skákmaður HSK: Gunnar Finnlaugsson, Umf. Selfoss.

Skotíþróttamaður HSK: Snorri Jón Valsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands.

Sundmaður HSK: Dagbjartur Kristjánsson, Íþróttafélaginu Hamri.

Taekwondomaður HSK: Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss.

Fyrri greinHáskóladagurinn í FSu á mánudaginn
Næsta greinJóhann gefur kost á sér