Ragnar aftur í Þór

Hvergerðingurinn hávaxni, Ragnar Ágúst Nathanaelsson, skrifaði undir samning við lið Þórs í Þorlákshöfn í gærkvöldi.

Ragnar er uppainn hjá Hamri í Hveragerði en hann lék með Þórsurum leiktímabilið 2013 – 2014.

Á liðnu tímabili hefur hann leikið með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni en þar hefur hann fengið takmarkaðan spiltíma.

Fyrri greinHrafnhildur Hanna og Guðjón leikmenn ársins
Næsta greinÁrborg skilar meiri rekstrarafgangi en áætlað var