Porca þjálfar Hamar

Knattspyrnudeild Hamars hefur ráðið Salih Heimir Porca til að þjálfa karlalið félagsins í 2. deildinni á næsta ári.

Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Heimir skrifaði undir eins árs samning við félagið. Hann tekur við liðinu af Jóni Aðalsteini Kristjánssyni sem hætti á dögunum eftir þriggja ára starf.

Undanfarin þrjú ár hefur Salih Heimir þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Haukum en hann hætti þar á dögunum en hann er reynslumikill þjálfari. Fyrstu skref hans í íslenskri knattspyrnu voru hins vegar sem leikmaður með Selfossi á árunum 1989-1991.

Hamar endaði í níunda sætinu í annarri deildinni í sumar eftir að hafa lengi vel verið í toppbaráttunni.

Að sögn Eyjólfs Harðarsonar, formanns knattspyrnudeildar Hamars, gera Hamarsmenn ráð fyrir því að halda flestum sínum leikmönnum áfram á næsta tímabili.

Fyrri greinRoss farin heim – nýr kani á leiðinni
Næsta greinWorthy og Kirkman í Hamar