Philips fór mikinn í fyrsta leik

Pálmi Geir Jónsson átti frábæran leik fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan útisigur á Snæfelli í Stykkishólmi í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 84-113.

Michael Philips fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Hamar og var stigahæstur með 33 stig og frákastahæstur með 12 stig. Philips nýtti sín skot vel í leiknum og var með framlag upp á 42.

Hamar hafði töglin og hagldirnar allan tímann í kvöld, leiddi 15-27 eftir 1. leikhluta og í hálfleik var staðan orðin 37-56. Þriðji leikhluti var jafn en í þeim fjórða jók Hamar forskotið enn frekar og vann að lokum 29 stiga sigur.

Hamar situr í 3. sæti 1. deildarinnar yfir jólin með 20 stig og mætir næst Vestra í Hveragerði á þrettándanum. Snæfell er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Michael Philips 33/12 fráköst, Everage Richardson 31/9 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 14/8 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 13, Toni Jelenkovic 11, Björn Ásgeir Ásgeirsson 3, Bjartmar Halldórsson 3, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 3, Páll Helgason 2, Sigurður Dagur Hjaltason 0, Daníel Sigmar Kristjánsson 0, Arnar Daðason 0.

Fyrri greinFyrirliðinn og nýliðinn með pennana á lofti
Næsta greinArnór Ingi dúxaði í FSu