Persónlegar bætingar á Unglingamóti HSK

Sigurlið Umf. Selfoss. Ljósmynd/Aðsend

Unglingamót HSK í frjálsum fyrir keppendur 15–22 ára var haldið á Selfossvelli í síðustu viku og mættu keppendur frá sjö félögum til leiks.

Engin héraðsmet voru sett á mótinu en margir voru að bæta sinn persónulega árangur.

Það var hörkukeppni um stigabikarinn á mótinu milli Selfoss og sameiginlegs liðs Garps/Heklu. Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar í lok móts með 146 stig, en lið Garps og Heklu hlaut 129 stig. Hrunamenn urðu í þriðja sæti með 55 stig.

Fyrri greinSet kaupir Dælur og þjónustu
Næsta greinÖrn ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar