Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið valin í leikmannahóp A landsliðs kvenna í handbolta fyrir þrjá vináttulandsleiki í lok nóvember.
Perla Ruth er annar af tveimur nýliðum í hópnum en hinn er Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni.
Íslenska landsliðið mun æfa 20.-23. nóvember og leika síðan þrjá leiki í kjölfarið, við Þýskaland 25. nóvember og hins vegar við Slóvakíu 27. og 29. nóvember.