
Perla Ruth Albertsdóttir og Hannes Höskuldsson voru útnefnd leikmenn ársins hjá handknattleiksdeild Selfoss en lokahóf deildarinnar fór fram í Hvíta húsinu á dögunum.
Perla Ruth var að auki markadrottning kvennaliðsins með 118 mörk. Harpa Valey Gylfadóttir var valin sóknarmaður ársins og Hulda Dís Þrastardóttir varnarmaður ársins. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir var valin efnilegust og baráttubikarinn fór til Kötlu Maríu Magnúsdóttur.
Hjá karlaliðinu var Hannes einnig markakóngur með 135 mörk. Sölvi Svavarsson var valinn sóknarmaður ársins og Valdimar Örn Ingvarsson varnarmaður ársins. Jónas Karl Gunnlaugsson var efnilegasti leikmaðurinn og Tryggvi Sigurberg Traustason fékk baráttubikarinn.
Hulda Dís og Guðjón Baldur Ómarsson fengu viðurkenningu fyrir 200 leiki fyrir Selfoss og Elvar Elí Hallgrímsson fyrir 100 leiki.
Hjá ungmennaliði karla var Hákon Garri Gestsson markakóngur og Skarphéðinn Steinn Sverrisson valinn leikmaður ársins.
Helgi S. Haraldsson, formaður ungmennafélagsins, steig á stokk og sæmdi Árna Þór Grétarssyni silfurmerki Ungmennafélagsins fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins um árabil. Þá voru heiðurshjónin Eva Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Þór Eyvindsson útnefnd félagar ársins og munu því varðveita Hildarbikarinn næsta árið. Þau hafa unnið baki brotnu á svo til öllum heimaleikjum meistaraflokka kvenna og karla, mætt á öll yngri flokkamót og ýmsar fjáraflanir og unnið ómetanlegt sjálfboðaliðastarf fyrir deildina.
