Perla markahæst í stórsigri Selfoss

Selfyssingar eru ósigraðir á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta ásamt Gróttu og ÍBV eftir stórsigur á Fjölni í Grafarvogi í dag.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum sem breyttu stöðunni í 6-11. Fjölnir minnkaði muninn í 12-15 en Selfoss svaraði með 1-6 áhlaupi og leiddi í hálfleik, 13-21.

Í seinni hálfleik var ekkert sem kom í veg fyrir stórsigur Selfoss en lokatölur leiksins urðu 26-41.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Carmen Palamariu skoraði 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Adina Ghidoarca 6, Sigrún Arna Brynjarsdóttir og Elena Birgisdóttir 3, Dagbjört Friðfinnsdóttir og Margrét Katrín Jónsdóttir 2 og Kara Rún Árnadóttir 1.

Næsti leikur Selfoss er á heimavelli gegn Fylki á þriðjudagskvöld.

Fyrri greinHraungerðishreppur sigraði Selfosskaupstað í útiskák
Næsta greinDrógu fé sitt í Reykjadalnum