Parketið komið á gólfið í Vallaskóla

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á lagningu nýs parketgólfs á íþróttahús Vallaskóla á Selfossi.

Það er fyrirtækið Sporttæki ehf. sem sér um lagningu gólfsins en búist er við að þeir ljúki framkvæmdum í lok þessarar viku. Fyrsta keppnin á nýja gólfinu verður því á Unglingalandsmótinu sem haldið verður um verslunarmannahelgina.

Ekki er hægt að segja annað en að gólfið líti vel út og sú viðbót að setja merki Umf. Selfoss á miðjuna setur skemmtilegan svip á gólfið enda er þetta heimavöllur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss.

Fyrri greinStórleikur hjá stelpunum í kvöld
Næsta greinHelgi S. Haralds: Vertu með, hjálpaðu til