Páll Bragi liðsstjóri NM liðsins

Páll Bragi Hólmarsson, hrossaræktandi og tamningamaður í Austurkoti í Sandvíkurhreppi, hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir NM í Finnlandi.

Páll Bragi er vel þekktur í hestaheiminum og margreyndur knapi. Hann hefur verið liðstjóri fyrir hönd annarrra þjóða áður, býr yfir mikilli reynslu og þekkir vel til í Finnlandi. Norðurlandamótið verður haldið í Ypäjä í Finnlandi dagana 4.-8.ágúst.