Pæjugolf á Selfossi

Dagana 10. og 11. verður boðið upp á stórskemmtilegt golfnámskeið, Pæjugolf, sem ætlað er stúlkum á aldrinum 8-16 ára, mæðrum þeirra, ömmum og frænkum.

Pæjugolf er tilvalið fyrir þær sem vilja læra að spila golf í góðum félagsskap í frábæru umhverfi undir leiðsögn útskriftarnema PGA. Þetta er alhliða golfnámskeið með skemmtilegu leikjaívafi þar sem tekin verða fyrir pútt, vipp, járnahögg, teighögg og glompuhögg.

Verði er stillt í hóf. Einstaklingur greiðir 12.500 krónur en verð fyrir parið (móðir og dóttir, amma og barnabarn) er kr. 22.500 og eftir það 10.000 fyrir næsta barn. Feður og afar spila frítt á Svarfhólsvelli á meðan á námskeiðinu stendur.

Innifalið í verðinu er nesti fyrir og eftir hádegi, hádegismatur og lokahóf. Dagskráin hefst kl. 12 föstudaginn 10. júní og lýkur laugardaginn 11. júní með lokahófi.

Meðal kennara á námskeiðinu eru Birgir Leifur Hafþórsson, Hlynur Geir Hjartarson, Heiðar Davíð Bragason, Nökkvi Gunnarsson og Erla Þorsteinsdóttir.

Skráning er á skraning@pga.is. Einnig er hægt að hafa samband við Hlyn Geir í síma 482 3335 og gos@heima.is og Erlu í síma 899 2955 og erlathorsteins12@gmail.com til að fá nánari upplýsingar.