Óvænt tap Rangæinga

Hákon Kári Einarsson skoraði fyrir KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tapaði nokkuð óvænt gegn Þorláki í B-riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á Álftanesvelli í kvöld.

Þorlákur komst yfir á 12. mínútu en Hjörvar Sigurðsson jafnaði fyrir KFR fjórum mínútum síðar. Um miðjan fyrri hálfleikinn kom Hákon Kári Einarsson Rangæingum í forystu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Aðeins voru fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleiknum þegar Þorlákur jafnaði 2-2 og þrátt fyrir ágætar sóknir náði KFR ekki að koma boltanum í netið. Heimamenn knúðu fram 3-2 sigur með marki í uppbótartímanum.

Með sigri í kvöld hefði KFR tryggt sér sæti í úrslitakeppni 5. deildarinnar en þrátt fyrir tapið er liðið enn á toppi B-riðilsins með 25 stig.

Fyrri greinLína Björg ráðin til SASS
Næsta greinFjórar fríar klukkustundir í leikskólum Hveragerðisbæjar