Óvænt tap í Frostaskjólinu

Selfoss tapaði óvænt fyrir KR í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Liðin mættust í Frostaskjólinu þar sem lokatölur urðu 28-26.

Leikurinn var jafn framan af en þegar leið á fyrri hálfleikinn voru KR-ingar skrefinu á undan og leiddi í hálfleik, 15-14.

KR náði þriggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik, 21-19, en Selfyssingar voru seigir og jöfnuðu 24-24. Allt stefndi í spennandi lokamínútur en KR ingar ætluðu ekkert að hleypa Selfyssingum lengra og tóku lokakaflann nokkuð örugglega.

Hörður Másson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk.

Þrátt fyrir ósigurinn er Selfoss áfram í 3. sætinu með 23 stig, tveimur stigum á undan Fjölni og KR en Fjölnismenn eiga leik til góða gegn Hömrunum á morgun.

Fyrri greinÖlfus komið í 8-liða úrslit
Næsta greinFSu tapaði og Höttur fór upp