Óttar ráðinn aðstoðarþjálfari

Óttar Guðlaugsson. Ljósmynd/UMFS

Óttar Guðlaugsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu. Hann mun starfa þar við hlið Björns Sigurbjörnssonar en auk þess mun Óttar þjálfa 4. flokk karla hjá félaginu.

Óttar var aðstoðarþjálfari kvennaliðs Selfoss 2018 til 2021 en tók við starfi aðstoðarþjálfara karlaliðs Grindavíkur fyrir síðasta keppnistímabil. Hann snýr því aftur á Selfoss eftir eins árs fjarveru.

„Það er gott að vera kominn aftur á Selfoss. Ég er búinn að sakna þess að vinna í kringum félagið. Hér ríkir mikill metnaður í kringum starfið og ég er spenntur að vinna með teyminu sem ég er að koma inn í og hlakka til að læra af þeim og gefa frá mér á móti,“ segir Óttar.

Fyrri greinÁralangt samstarf heldur áfram
Næsta greinGagnrýnir harðlega hugmyndir um orkunýtingu í Reykjadal