Ótrúleg tilfinning að vera orðinn „járnkarl“

„Þetta er upplifun sem ég get varla lýst,“ segir Eyrbekkingurinn Þórir Erlingsson sem á Sunnudag þreytti járnkarlskeppni svokallaða í Zurich í Sviss.

Keppnin felst í því að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra, og lauks þreyta maraþon, þe. hlaupa 42 kílómetra rúma, allt í kjölfar hvers annars. Þórir, sem hefur undirbúið sig um nokkuð skeið, eða frá því í október sl. komst í mark eftir 14 klukkustundir og 3 mínútur.

„Maður var búinn að hamast allan daginn snaróður, svo var maður bara allt í einu kominn í mark, og það var stórkostleg tilfinning,“ segir Þórir.

„Maður er eiginlega enn í vímu,“ sagði hann í samtali við blaðið í gær en þá var hann á heimleið ásamt Katrínu Þráinsdóttur eiginkonu sinni, sem einnig hóf keppni en dró sig í hlé þegar á hana leið. Þórir synti 3,8 kílómetra á tæpum 87 mínútum, hjólaði 180 kílómetra leið á um sex og hálfri klukkustund og hljóp loks maraþonið á vel innan við sex klukkustundum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÞjálfara vantar hjá Hamri
Næsta greinTækifærið sem ekki varð