Óskar sigraði í traktoratorfærunni

Þrír efstu í traktoratorfærunni. Ljósmynd/Kári Rafn Þorbergsson

Óskar Björnsson á Massey Ferguson sigraði í Vélfangs traktoratorfærunni sem fram fór í Torfdal í Hrunamannahreppi í dag.

Hin árlega torfærukeppni er hluti af dagskránni Flúðir um Versló og vekur alltaf mikla lukku. Keppnin í ár var engin undantekning en þúsundir áhorfenda fylltu brekkuna við Litlu-Laxá og keppendur sviku engan með tilþrifum sínum.

Á eftir Óskari í 2. sæti varð Benedikt Ásgeirsson á International og í 3. sæti Skúli Jóhannsson á Ford.

Brautin bauð upp á frábær tilþrif. Ljósmynd/Kári Rafn Þorbergsson
Nokkur þúsund áhorfendur fylgdust með keppninni. Ljósmynd/Kári Rafn Þorbergsson
Fyrri greinVeiðimaður féll í Úlfljótsvatn
Næsta greinMilljóna-Jóker á Landvegamótum