Óskar Freyr og Hrafnkell Íslandsmeistarar

Hrafnkell Sigmarsson efstur á palli í 10-11 ára flokki, þar sem Þjótandi vann þrefaldan sigur. Axel Örn Aitken Sævarsson varð annar og Gísli Svavar Sigurðsson þriðji. Ljósmynd/GLÍ

Keppendur frá Umf. Þjótanda náðu í tvo Íslandsmeistaratitla í glímu þegar Íslandsmót 15 ára og yngri fór fram í íþróttamiðstöðinni í Vogum á dögunum.

Óskar Freyr Sigurðsson sigraði í flokki 14-15 ára stráka og Hrafnkell Sigmarsson sigraði í flokki 10-11 ára stráka. Raunar átti Þjótandi alla keppendurna í 10-11 ára flokknum. Þar varð Axel Örn Aitken Sævarsson annar, Gísli Svavar Sigurðsson þriðji og Alexander Máni Axelsson fjórði.

Í flokki 14-15 ára stúlkna nældi Melkorka Álfdís Hjartardóttir í silfurverðlaun og það sama gerði Hugrún Svala Guðjónsdóttir í flokk 12-13 ára stúlkna og í þeim flokki varð Margrét Lóa Stefánsdóttir þriðja.

Þá vann Bergþóra Þorbergsdóttir bronsverðlaun í fjölmennum flokki 10-11 ára stúlkna og fylgdi Kristjana Ársól Stefánsdóttir henni fast á eftir.

Marín Laufey vann tvö brons
Sama dag fór Íslandsmót fullorðinna fram í Vogunum og þar mætti aðeins einn keppandi frá HSK til leiks. Marín Laufey Davíðsdóttir tvenn bronsverðlaun, bæði í +75 kg flokki og í opnum flokki kvenna.

Fyrri greinGonzalo Zamorano í Selfoss
Næsta greinLjósbrá gaf Kötlu rausnarlega gjöf