Aðalfundur Golfklúbbsins Hellu var haldinn í gær. Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og verður þetta hans nítjánda ár sem formaður GHR.
Sautján félagar mættu á fundinn og var Heimir Hafsteinsson fundarstjóri.
Stjórnin gaf öll kost á sér áfram nema Gísli Jafetsson meðstjórnandi, í hans stað kom Guðný Rósa Tómasdóttir inn í stjórn en hún var 1. varamaður. Inn sem varamaður kom Guðlaugur Karl Skúlason.
Stjórnina skipa nú Óskar Pálsson, formaður, Einar Long, varaformaður, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, gjaldkeri, Bjarni Jóhannsson, ritari og Guðný Rósa Tómasdóttir meðstjórnandi. Loftur Þór Pétursson er 1. varamaður og Guðlaugur Karl Skúlason 2. varamaður.