Óskar fer inn í sitt tuttugasta starfsár

Óskar Pálsson, formaður GHR. Ljósmynd/kylfingur.is

Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbsins Hellu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni.

Óskar er að fara inn í sitt tuttugasta starfsár sem formaður. Breytingar urðu í varastjórn þar sem Loftur Þór Pétursson gaf ekki kost á sér og inn í hans stað kom Friðrik Sölvi Þórarinsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

Auk Óskars eru í stjórninni Einar Long, varaformaður, Katrín Björg Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri, Bjarni Jóhannsson, ritari og Guðný Rósa Tómasdóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Friðrik Sölvi og Guðlaugur Karl Skúlason.

Tvenn verðlaun voru veitt á fundinum. Framfaraverðlaun hlaut Ása Margrét Jónsdóttir og háttvísibikarinn hlaut Guðný Rósa Tómasdóttir.

Fyrri greinSkeiða- og Gnúpverjahreppur gengur til samninga um uppbyggingu hótels í Þjórsárdal
Næsta greinKammerkór Suðurlands „poppar upp“ á laugardag