Öruggur útisigur hjá Þór

Þór Þorlákshöfn vann öruggan sigur á Fjölni, 105:93, í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum minnkuðu Þórsarar forskot toppliðs Grindavíkur, sem tapaði fyrir Stjörnunni, niður í tvö stig.

Fjölnismenn héldu í við Þórsara í fyrri hálfleik en í þeim síðari stungu gestirnir úr Þorklákshöfn af og unnu öruggan sigur. Staðan í leikhléinu var 44-50.

David Bernard Jackson var stigahæstur Þórs með 27 stig auk þess sem hann reif niður 15 fráköst. Ben Smith skoraði 26 stig, Guðmundur Jónsson 17, Darrell Flake 10, Grétar Erlendsson og Baldur Ragnarsson 8, Darri Hilmarsson 7 og Halldór Garðar Hermannsson 2.

Fyrri greinPinninn kitlaður í vetrarblíðunni
Næsta greinFyrsta tap Hamars í deildinni