Öruggur Þórssigur á útivelli

Nigel Pruitt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Haukum í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Þórsarar höfðu frumkvæðið lengst af leiks og staðan í hálfleik var 39-49, Þórsurum í vil. Seinni hálfleikurinn var jafn, Haukar náðu að minnka muninn niður í 4 stig en nær komust þeir ekki. Þórsarar juku forskotið aftur, héldu því til leiksloka og unnu að lokum tíu stiga sigur, 81-91.

Darwin Davis var stigahæstur Þórsara með 20 stig og 8 stoðsendingar, Jordan Semple skoraði 15 stig og tók 10 fráköst, Nigel Pruitt skoraði 13 stig og tók 8 fráköst, Emil Karel Einarsson skoraði 11 stig og Tómas Valur Þrastarson 10.

Þórsarar eru í 3. sæti deildarinnar, eins og Njarðvík sem er í 2. sæti en Haukar eru í 10. sætinu með 6 stig.

Fyrri greinFSu úr leik í Gettu betur
Næsta greinSelfoss rústaði toppslagnum