Öruggur sigur Stokkseyringa

Jón Jökull Þráinsson skoraði eitt af fjórum mörkum Stokkseyrar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri vann öruggan sigur á Álafossi í 4. deild karla í knattspyrnu á Stokkseyrarvelli í kvöld.

Arilíus Óskarsson kom Stokkseyri yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og Andri Einarsson kom Stokkseyringum í þægilega stöðu, 2-0 strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks.

Mörkin urðu þó ekki fleiri fyrr en í blálokin að Jón Jökull Þráinsson og Gunnar Sigfús Jónsson náðu að bæta við mörkum fyrir Stokkseyri og lokatölur urðu 4-0.

Stokkseyri er í 4. sæti B-riðils með 10 stig en Álafoss er í næst neðsta sæti riðilsins með 1 stig.

Fyrri greinDramatík í lokin á Grýluvelli
Næsta greinKarl ráðinn aðstoðarskólastjóri