Öruggur sigur Selfyssinga – Hamar tapaði fyrir norðan

Selfoss vann öruggan sigur á botnliði Snæfells í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan Hamar tapaði á útivelli gegn toppliði Þórs á Akureyri.

Selfoss hafði yfirhöndina gegn Snæfelli nær allan tímann. Staðan í hálfleik var 28-37 en lokatölur urðu 58-72. Marvin Smith Jr. var með fínar tölur í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss, 29 stig og 14 fráköst.

Á Akureyri var leikur Þórs og Hamars jafn í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 52-46 en Þórsarar voru sterkari í seinni hálfleik og tryggðu sér 107-93 sigur. Everage Richardson var drjúgur að vanda fyrir Hamar með 21 stig og 6 stoðsendingar.

Hamar er nú í 5. sæti deildarinnar með 14 stig en Selfoss er í 6. sæti með 10 stig.

Tölfræði Selfoss: Marvin Smith Jr. 29/14 fráköst, Chaed Brandon Wellian 11/4 fráköst, Ari Gylfason 9/8 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 6/7 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 5, Hlynur Freyr Einarsson 4/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2/4 fráköst.

Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 16/4 fráköst, Bjartmar Halldórsson 12, Florijan Jovanov 10, Geir Elías Úlfur Helgason 9, Marko Milekic 8/8 fráköst/3 varin skot, Dovydas Strasunskas 6, Kristófer Gíslason 6/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 5.
Fyrri greinSkoðar möguleikann á hópmálsókn gegn Vegagerðinni
Næsta greinHamar steinlá gegn toppliðinu