Öruggur sigur Selfyssinga á unglingamóti HSK

Sigurlið Umf. Selfoss á unglingamótinu. Ljósmynd/HSK

Unglingamót HSK í frjálsíþróttum 15-22 ára fór fram í Lindexhöllinni á Selfossi 11. janúar síðastliðinn. Lið Selfoss hafði mikla yfirburði í stigakeppni félaga og vann með 246,5 stig.

Hekla varð í öðru sæti með 81 stig og Dímon tók þriðja sætið með 57,5 stig.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Umf. Selfoss, stórbætti HSK metið innanhúss í flokki 18-19 ára í kúluvarpi þegar hann varpaði 6 kg. kúlunni 14,59 m, en fyrra met Einars Árna Ólafssonar, Umf. Þjótanda, frá árinu 2021 var 12,85 m.

Fyrri greinNýtt fyrirkomulag hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Næsta greinÍR-ingar sprækari í Set-höllinni