Öruggur sigur Selfyssinga

Selfoss vann öruggan sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 24-34.

Selfoss hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-15, en munurinn jókst til muna í síðari hálfleik.

Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Elena Birg­is­dótt­ir og Perla Ruth Al­berts­dótt­ir skoruðu 6, Kristrún Steinþórs­dótt­ir, Hild­ur Öder Ein­ars­dótt­ir og Adina Ghido­arca 4 og þær Kara Rún Árna­dótt­ir, Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir og Thelma Sif Kristjáns­dótt­ir skoruðu 1 mark hver.

Selfoss er í 6. sæti með 10 stig, en stutt er í næstu lið fyrir ofan. Þannig eru Framarar í 3. sæti deildarinnar með 11 stig.

Fyrri greinValskonur sterkari á lokasprettinum
Næsta greinBanaslys í Biskupstungum