Öruggur sigur Selfyssinga

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan sigur á HK-U í Grill 66 deild kvenna í handbolta í kvöld, 30-22 á heimavelli í Iðu.

Selfoss hafði undirtökin lengst af leiknum og lokaði fyrri hálfleiknum með góðum kafla þannig að munurinn var fjögur mörk í leikhléi, 14-10. Selfoss jók forskotið enn frekar í seinni hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu.

Katla María Magnúsdóttir átti stórleik fyrir Selfoss, skoraði 12 mörk og 5 stoðsendingar og sterk í vörninni sömuleiðis. Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 6 mörk, Rakel Guðjónsdóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 2/1 og þær Agnes Sigurðardóttir, Elínborg Katla og Þuríður Ósk Ingimarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Henriette Östergard varði vel í marki Selfoss, samtals 15/1 skot og var með 40% markvörslu.

Selfoss er áfram í 3. sæti deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í umspili um sæti í Olísdeildinni í vor. Baráttunni um efsta sætið er þó hvergi nærri lokið en Selfoss er þremur stigum á eftir FH þegar fimm umferðir eru eftir. Fram-U trónir langefst á toppnum í deildinni en ungmennalið geta ekki unnið sér keppnisrétt í efstu deild.

Fyrri greinFyrsta lag Önnu Hansen komið á Spotify
Næsta greinHeimsóknarvinanámskeið á Selfossi