Öruggur sigur Selfyssinga

Sigurlið Selfoss á aldursflokkamóti HSK í frjálsum íþróttum ásamt Þuríði Ingvarsdóttur, þjálfara. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lið Umf. Selfoss vann öruggan sigur á aldursflokkamóti HSK í frjálsum íþróttum sem haldið var í íþróttahöllinni í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag.

Lið Selfoss sigraði í stigakeppni félaganna með 422 stig en lið Garps varð í 2. sæti með 128,5 stig og þar á eftir Þjótandi með 104 stig.

Selfyssingar unnu til sautján gullverðlauna á mótinu og þar af varð Tómas Þorsteinsson fjórfaldur héraðsmeistari, en hann sigraði í 600 m hlaupi, 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi í flokki 14 ára pilta.

Hjá stúlkunum varð Esja Sigríður Nönnudóttir, Garpi, sömuleiðis fjórfaldur meistari, en hún sigraði í 600 m hlaupi, 60 m hlaupi, hástökki og langstökki 11 ára stúlkna.

Enginn sló þó við Kristófer Árna Jónssyni, Heklu, sem sigraði í fimm greinum í flokki 12 ára pilta og varð fimmfaldur héraðsmeistari; í 60 m hlaupi, hástökki, langstökki, 600 m hlaupi og 60 m grindahlaupi.

(F.v.) Elías Karl Heiðarsson, Tómas Þorsteinsson og Rúrik Nikolai Bragin, allir úr Umf. Selfoss á verðlaunapalli í 60 m hlaupi 14 ára pilta. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Verðlaunapallur í hástökki 11 ára stúlkna. (F.v.) Thelma Lind Árnadóttir, Garpi (silfur), Esja Sigríður Nönnudóttir, Garpi (gull) og Sara Mist Sigurðardóttir, Selfossi (brons). sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Verðlaunapallur í 60 m hlaupi pilta 12 ára. (F.v.) Þórður Marinó Rúnarsson, Þór (silfur), Kristófer Árni Jónsson, Heklu (gull) og Rökkvi Þeyr Guðjónsson, Heklu (brons). sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinÓvenju góð þátttaka í yngstu flokkunum
Næsta greinGröfutækni bauð lægst í Larsenstræti