Öruggur sigur Selfosskvenna

Selfoss vann sinn annan sigur í N1-deild kvenna í handbolta þegar liðið sótti Fylki heim í Árbæinn í kvöld. Selfyssingar voru sterkari og unnu sanngjarnan sigur, 21-27.

Selfoss hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddi í hálfleik, 9-12. Þær bættu svo enn frekar í í seinni hálfleik og unnu að lokum sex marka sigur.

Carmen Palamariu var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 6, Kara Rún Árnadóttir og Hildur Öder Einarsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir, Tinna Soffía Traustadóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu allar 2 mörk og Dagný Hróbjartsdóttir 1.

Selfoss hefur nú fjögur stig í níunda sæti en fyrir leikinn voru Selfoss og Fylkir jöfn að stigum. Selfoss tekur á móti taplausu liði Vals á laugardaginn kl. 13:30.

Fyrri greinGuðrún býður sig fram í 2.-3. sæti
Næsta greinLögreglan skoðar kæru vegna rjúpnaskyttu