Öruggur sigur í upphafi árs

Tinna Sigurrós skoraði 14 mörk í dag, helming marka Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði HK þegar liðin hófu leik að nýju eftir jólafrí í Grill 66 deildinni í handbolta.

Selfoss hafði töglin og hagldirnar allan tímann, þær komust í 3-0 í upphafi leiks og eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik var munurinn orðinn 5 mörk í hálfleik, 14-9.

Í seinni hálfleiknum skoraði Selfoss aftur fyrstu þrjú mörkin og staðan var þá orðin 17-9. Munurinn varð svo fljótlega tíu mörk og Selfoss kláraði leikinn af öryggi með ellefu marka sigri, 29-18.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Tinna Soffía Traustadóttir skoraði 4, Emilía Kjartansdóttir og Roberta Strope 3, Elín Krista Sigurðardóttir, Agnes Sigurðardóttir, Elínborg Þorbjörnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir skoruðu allar 2 mörk og Katla Ómarsdóttir skoraði 1.

Selfoss er í 2. sæti deildarinnar með 17 stig en HK-U er í 7. sæti með 9 stig.

Fyrri greinVarasamt ferðaveður í kvöld og nótt
Næsta greinStórleikir framundan í bikarnum