Öruggur sigur í lokaumferðinni

Stokkseyringar sáttir í leikslok í dag. Ljósmynd/Stokkseyri

Stokkseyringar léku sinn síðasta leik í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið heimsótti Álafoss í Mosfellsbæinn í dag.

Álafoss komst yfir eftir sjö mínútna leik en Arilíus Óskarsson jafnaði fimm mínútum síðar og Jón Jökull Þráinsson kom Stokkseyringum svo yfir fyrir hálfleik, 1-2 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega, Arilíus skoraði aftur en Álafoss minnkaði muninn jafnharðan. Staðan var 2-3 allt þar til á 75. mínútu að varamaðurinn Ernir Vignisson skoraði og tryggði Stokkseyringum 2-4 sigur.

Eftir erfiða byrjun í sumar þar sem liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum lá leið Stokkseyringa stöðug upp á við eftir það og luku þeir keppni í 4. sæti A-riðils með 26 stig.

Fyrri greinBeint frá býli dagurinn í Efstadal II
Næsta grein„Útlitið er orðið svart“