Öruggur sigur í fyrsta leik

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi Ólafsvík í dag þegar keppni hófst í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lokatölur voru 3-1.

Alfreð Már Hjaltalín kom Víkingum yfir áður en Joe Tillen jafnaði með marki úr vítaspyrnu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Andri Már Hermannsson og Richard Sæþór Sigurðsson sáu svo til þess að Selfyssingar færu með öll þrjú stigin heim úr Akraneshöllinni.

Víkingur Ó. 1-3 Selfoss
1-0 Alfreð Már Hjaltalín (’22 )
1-1 Joe Tillen (’25, víti )
1-2 Andri Már Hermannsson (’69 )
1-3 Richard Sæþór Sigurðsson (’74 )