Rangæingar hófu leik í 5. deild karla í knattspyrnu í dag þegar KFR tók á móti Afríku á Hvolsvelli.
Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik; Helgi Valur Smárason kom þeim yfir á 10. mínútu og á eftir fylgdu mörk frá Gísla Ísari Úlfarssyni, Bjarna Þorvaldssyni og Guðmundi Brynjari Guðnasyni.
Staðan var 4-0 í hálfleik en seinni hálfleikur var markalaus þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir heimamanna til þess a finna fimmta markið.
Meðal andstæðinga KFR í B-riðlinum í sumar eru Uppsveitir og Stokkseyri og næsti leikur Rangæinga er einmitt Suðurlandsslagur gegn Stokkseyri þann 20. maí. Í millitíðinni eiga Stokkseyringar eftir að mæta Mídasi á miðvikudaginn og Uppsveitir hefja leik á útivelli gegn SR á þriðjudaginn.