Öruggur sigur hjá Selfyssingum

Ómar Ingi Magnússon. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar unnu öruggan sigur á Stjörnunni í 1. deild karla í handbolta í kvöld, 31-25. Selfoss er enn í 3. sæti deildarinnar og er nú einu stigi á eftir Stjörnunni sem er í 2. sæti.

Stjarnan leiddi í upphafi leiks en Selfyssingar tóku fljótt við sér með og jöfnuðu leikinn. Sebastian byrjaði í markinu og var búinn að loka því vel þegar hann meiddist illa og kom ekki meira við sögu. Sverrir Andrésson tók hans stöðu og varði vel fyrir aftan góða vörn Selfoss. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Selfoss mest fjögurra marka forystu en leiddi 15-13 þegar blásið var til leikhlés.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði mest átta marka forystu í stöðunni 28-20. Munaði þar mestu um frábæran varnarleik, góða markvörslu og agaðan sóknarleik liðsins. Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik og að lokum skildu sex mörk liðin að.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Selfoss með átta mörk. Einar Sverrisson skoraði 7, Andri Már Sveinsson og Sverrir Pálsson fjögur, Hergeir Grímsson og Andri Hrafn Hallsson skoruðu þrjú hvor og Jóhann Erlingsson skoraði tvö.