Öruggur sigur Hamars

Hamar vann stórsigur á ÍA þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 83-110.

Skagamenn byrjuðu betur í leiknum en Hvergerðingar settu í gírinn í 2. leikhluta og leiddu í leikhléi, 32-43.

Seinni hálfleikur var í nokkuð öruggum höndum Hamarsmanna sem juku forskotið enn frekar í síðasta leikhlutanum, þannig að í lokin skildu 27 stig liðin að.

Stig Hamars: Christopher Woods 28, Örn Sigurðarson 26, Mikael Rúnar Kristjánsson 12, Oddur Ólafsson 9, Björn Ásgeir Ásgeirsson 9, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Arvydas Diciunas 6, Smári Hrafnsson 5, Ísak Sigurðarson 3, Snorri Þorvaldsson 3, Jón Valgeir Tryggvason 2.