Öruggur sigur gegn nýliðunum

Damian Sapor spilar upp í leik Hamars og Völsungs/Eflingar í dag. Ljósmynd/Aðsend

Hamar tók á móti ungu og efnilegu liði Völsungs/Eflingar í 1. umferð úrvalsdeildar karla í blaki í dag en Völsungur/Efling eru nýliðar í deildinni.

Gestirnir byrjuðu betur í Frystikistunni í dag og komust í 0-2 í fyrstu hrinunni. Þar með var gestrisni Hvergerðinga uppurin og unnu þeir leikinn mjög örugglega. Hrinurnar fóru 25-16, 25-13 og 25-17 og Hamar vann þar með 3-0.

Fyrri greinRisasigur í fyrsta deildarleik vetrarins
Næsta greinTvö útköll hjá slökkviliðinu