Öruggur sigur á Val

Hamarskonur eru komnar í 8-liða úrslit Poweradebikarsins í körfubolta eftir öruggan sigur á Val á heimavelli í kvöld, 67-50.

Hamar byrjaði af krafti og leiddi 20-7 að loknum 1. leikhluta. Valskonur svöruðu fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 35-29 í hálfleik.

Hamarskonur reyndust svo sterkari í seinni hálfleik en þær Jaleesa Butler og Fanney Lind Guðmundsdóttir skiptu stigaskoruninni systurlega á milli sín, báðar með 14 stig, en Butler með 13 fráköst að auki.

Á morgun sækir kvennalið Laugdæla Njarðvík heim í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.