Öruggur sigur á toppliðinu

Everage Richardson var með þrefalda tvennu í leiknum; 32 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Þórs Ak sannfærandi í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi, 101-82. Selfoss sigraði Snæfell á sama tíma, 73-55.

Leikurinn í Hveragerði var í járnum framan af en Hamar náði góðu áhlaupi í 2. leikhluta og leiddi 58-43 í leikhléi. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta og Hamar hélt Þór í þægilegri fjarlægð það sem eftir lifði leiks.

Everage Richardson var atkvæðamestur hjá Hamri með 27 stig og 12 fráköst, auk 6 stoðsendinga. Ragnar Ragnarsson skoraði 15 stig, Julian Rajic 14 auk 10 frákasta og Marko Milekic 10.

Á sama tíma vann Körfuknattleiksfélag Selfoss öruggan sigur á botnliði Snæfells á heimavelli, 73-55. Selfoss hafði frumkvæðið allan tímann og leiddi 33-26 í leikhléi.

Marvin Smith Jr var bestur í liði Selfoss, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Hlynur Hreinsson skoraði 13, Bergvin Stefánsson og Björn Ásgeir Ásgeirsson 8 og Haukur Ásbjarnarson og Snjólfur Stefánsson 7 en Snjólfur tók 13 fráköst að auki.

Að loknum nítján umferðum er Hamar í 3. sæti í deildinni með 26 stig en Selfoss er í 6. sæti með 16 stig.

Fyrri grein„Það var alvöru andi í þessu“
Næsta greinSkotsýning í seinni hálfleik