Öruggur sigur á heimavelli

Jessica Tomasetti átti stórleik fyrir Selfoss. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss vann öruggan sigur á KV í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Vallaskóla urðu 81-57.

Heimakonurnar höfðu yfirhöndina allan tímann, staðan í hálfleik var 45-26 og þegar fjórði leikhluti hófst var staðan orðin 66-40.

Jessica Tomasetti var framlagshæst Selfyssinga með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en KV í 9. sæti með 2 stig.

Selfoss-KV 81-57 (25-15, 20-11, 21-14, 15-17)
Tölfræði Selfoss: Jessica Tomasetti 24/9 fráköst/7 stoðsendingar, Valdís Una Guðmannsdóttir 12, Anna Katrín Víðisdóttir 8/4 fráköst, Mathilde Sorensen 8/5 stolnir, Perla María Karlsdóttir 7/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 6/10 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 6/5 fráköst, Eva Margrét Þráinsdóttir 5, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 5, Þóra Auðunsdóttir 5 stoðsendingar.

Fyrri greinLúðrasveitin fékk hæsta styrkinn úr lista- og menningasjóðnum
Næsta greinDímon vann alla flokka á Fjórðungsglímu Suðurlands