Öruggur sigur á heimavelli

Katrín Ágústsdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar sitja á toppi 2. deildar kvenna í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Dalvík/Reyni á Selfossvelli í dag.

Brynja Líf Jónsdóttir og Björgey Njála Andreudóttir skoruðu með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn og Lovísa Guðrún Einarsdóttir bætti þriðja markinu við á lokamínútu fyrri hálfleiks, 3-0 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var öllu tíðindaminni. Varamaðurinn Katrín Ágústsdóttir kom Selfyssingum í 4-0 á 64. mínútu en gestirnir að norðan áttu lokaorðið og þær minnkuðu muninn í 4-1 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

Selfoss er í toppsæti deildarinnar með 9 stig eftir þrjár umferðir en Dalvík/Reynir með 3 stig í 10. sætinu.

Fyrri greinÞriðja tap Selfoss í röð
Næsta greinSvöruðu fyrir sig í seinni hálfleik