Öruggur sigur á heimavelli

Emma Hrönn Hákonardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór vann öruggan sigur á Tindastóli í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Hveragerði urðu 90-71.

Tindastóll byrjaði betur og komst í 5-12 en þá kviknaði loksins neisti hjá heimakonum sem komust yfir, 21-19, undir lok leikhlutans og þá var ekki aftur snúið. Forskot Hamars/Þórs jókst allan tímann og á endanum var sigurinn öruggur. Staðan í hálfleik var 48-37.

Jenna Mastellone var með risatölur fyrir Hamar/Þór, 33 stig og 11 fráköst. Emma Hrönn Hákonardóttir skilaði einnig góðu framlagi með 17 stig, 9 stoðsendingar og 5 fráköst.

Staðan í deildinni er þannig að Hamar/Þór er í 5. sæti með 22 stig og Tindastóll 23 í 8. sæti með 8 stig.

Hamar/Þór-Tindastóll 90-71 (26-21, 22-16, 22-19, 20-15)
Hamar/Þór: Jenna Mastellone 33/11 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 17/5 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 13/11 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 6, Valdís Una Guðmannsdóttir 5, Þóra Auðunsdóttir 4/10 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4, Yvette Adriaans 3/12 fráköst, Helga María Janusdóttir 3, Anna Katrín Víðisdóttir 2.

Fyrri greinFyrsti Íslandsmeistaratitill Valgerðar
Næsta greinÉg geri rugl góða eðlu