Öruggur sigur á Egilstöðum

FSu valtaði yfir Hött á Egilstöðum, 61-93, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Fyrri hálfleikur var jafn en staðan í hálfleik var 37-37. Selfyssingar voru hins vegar í fluggír í seinni hálfleik og skoruðu þá 56 stig gegn 24 stigum heimamanna.

Valur Orri Valsson var stigahæstur hjá FSu í kvöld með 28 stig en Richard Field skoraði 26. Guðmundur Gunnarsson var með 15 stig, Arnþór Tryggvason 8 og Orri Jónsson 7.

FSu er í 2. sæti deildarinnar með 8 stig eins og Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn en Þorlákshafnar-Þórsarar eiga einn leik til góða.