Öruggur sigur á botnliðinu

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan 29-16 sigur á botnliði Víkings í Grill 66 deild kvenna í handbolta í kvöld, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Selfyssingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 18-11 í leikhléi. Sigur Selfoss var aldrei í hættu í seinni hálfleik, þar sem Víkingar skoruðu aðeins fimm mörk, og Selfyssingar juku forskot sitt.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Rakel Guðjónsdóttir skoraði 5, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir og Hólmfríður Arna Steinsdóttir 3, Sólveig Erla Oddsdóttir og Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Maja Karadak 2/2 og Elín Krista Sigurðardóttir 1.

Henriette Östergard varði 11/3 skot í marki Selfoss og var með 44% markvörslu. Dröfn Sveinsdóttir varði 3 skot og var með 60% markvörslu.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig en Víkingur er á botninum án stiga.

Fyrri greinDaði Freyr mætir aftur til leiks
Næsta greinLeikfélag Selfoss setur upp Djöflaeyjuna