Öruggur sigur á botnliðinu

Selfyssingar unnu öruggan sigur á botnliði Fjölnis í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi. Lokatölur í Vallaskóla urðu 37-19 en þetta var fyrsti heimasigur Selfoss í tæpa 14 mánuði.

Selfyssingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 14-10. Eftir hlé var aldrei spurning hvernig leikurinn færi því Selfyssingar stungu Fjölnismenn af og skoruðu 23 mörk gegn 9. Lokatölur voru 37-14.

Atli Kristinsson var markahæstur Selfyssinga með 12 mörk og hann lék einnig vel í vörninni. Andri Már Sveinsson skoraði 6, Andri Hrafn Hallsson og Guðni Ingvarsson skoruðu báðir 4 mörk og Guðni átti fínan dag í vörninni. Einar Sverrisson skoraði 3 mörk, Trausti Eiríksson, Eyþór Lárusson og Matthías Örn Halldórsson 2 og þeir Gunnar Ingi Jónsson og Ómar Helgason skoruðu báðir 1 mark.

Þetta er fyrsti heimasigur Selfoss frá því 7. október í fyrra.

Selfoss hefur 5 stig í 5. sæti deildarinnar og eru 5 stig í Víkinga sem sitja í 4. sæti. Fjölnir er á botninum með 2 stig.