Öruggur sigur á botnliðinu

Hamar vann góðan sigur á botnliði Ármanns í 1. deild kvenna í körfubolta í dag, þegar liðin mættust í Frystikistunni í Hveragerði.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Hamar leiddi 32-30 í leikhléi. Heimakonur voru svo mun ákveðnari í síðari hálfleiknum en þær náðu góðu áhlaupi í 3. leikhluta og fylgdu því eftir með góðum varnarleik í 4. leikhluta. Lokatölur 72-57.

Hamar er áfram í 6. sæti deildarinnar, nú með 6 stig.

Tölfræði Hamars: Helga Sóley Heiðarsdóttir 28/4 fráköst, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 11/15 fráköst/5 stoðsendingar, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 5/6 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 3/4 fráköst, Adda María Óttarsdóttir 3.

Fyrri greinMílan sá ekki til sólar fyrir norðan
Næsta greinVatnajökulsþjóðgarður hafi gildi fyrir allt mannkyn