Öruggur sigur á Akureyri

Elvar Örn Jónsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss er í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Akureyri á útivelli í kvöld, 30-36.

Selfoss hafði undirtökin allan tímann og leiddi í hálfleik, 14-18. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og Akureyringar náðu aldrei að ógna Selfyssingum.

Atli Ævar Ingólfsson, Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson skoruðu allir 6 mörk fyrir Selfoss, Hergeir Grímsson, Einar Sverrisson og Árni Steinn Steinþórsson allir 4 og Alexander Egan Guðni Ingvarsson og Richard Sæþór Sigurðsson skoruðu allir 2 mörk.

Helgi Hlynsson varði 6/1 skot í marki Selfoss og Pawel Kiepulski 3.

Fyrri grein„Ætluðum að skemma partíið“
Næsta grein„Innkaupapokarnir eru aðeins toppurinn á ísjakanum“