Öruggur sigur Þórsara

Þór Þorlákshöfn hóf leik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld með öruggum sigri á Ármanni, 101-73.

Sigur Þórsara var aldrei í hættu því þeir náðu góðu forskoti strax í 1. leikhluta og leiddu í hálfleik, 60-30. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en Ármenningar svöruðu aðeins fyrir sig undir lokin.

Vladimir Bulut var stigahæstur Þórsara með 33 stig, Baldur Þór Ragnarsson skoraði 14 stig og sendi 10 stoðsendingar og Þorsteinn Ragnarsson skoraði 13 stig eins og Bjarki Gylfason sem var frákastahæstur með 15 fráköst. Þá skoraði Emil Karel Einarsson 10 stig.