Öruggur heimasigur gegn botnliðinu

Selfoss vann öruggan sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í Vallaskóla í dag í Olís-deild kvenna í handbolta. Lokatölur urðu 32.21.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en um miðjan fyrri hálfleik voru Selfyssingar komnir með fimm marka forskot, 10-5. Selfoss náði í kjölfarið sex marka forystu, sem Afturelding minnkaði niður í tvö mörk, 14-12 þegar skammt var til hálfleiks. Selfoss skoraði hins vegar síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og leiddi 17-12 í leikhléi.

Selfoss gerði svo út um leikinn með því að skora þrjú fyrstu mörkin í fyrri hálfleik. Þá var staðan orðin 20-12 og þær vínrauðu héldu öruggu forskoti allan seinni hálfleikinn. Munurinn jókst enn frekar undir lokin og lokatölur urðu 32-21.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 22 stig.

Upplýsingar um markaskorara og markvörslu hafa ekki borist.

Fyrri greinEldur í bílskúr á Selfossi
Næsta greinHannes vann skyndihjálparafrek